VERNDUM LIÐI OG BEIN ÞEGAR HAUSTAR

VERNDUM LIÐI OG BEIN ÞEGAR HAUSTAR

Um leið og fer að kólna byrja liðverkir oft að gera vart við sig. Sumir eru að takast á við þá allt árið, en fleiri finna meira fyrir þeim þegar kólnar. Því er svo mikilvægt að skoða hvað hægt er að gera til að styrkja þessa hluta líkamans.

Ég er þegar byrjuð í mínu styrkingarferli og hef valið mér tvö ný bætiefni sem ég hef ekki áður prófað. Annað þeirra er mikilvægt fyrir liðverkina, sem ég finn oft fyrir í mjöðmum og hitt styrkir beinin sjálf.

STYRKJUM LIÐINA

Eðlilegt er að liðirnir verið fyrir hnjaski og sliti með aldrinum, en við getum styrkt þá með réttu bætiefnunum. Þetta haustið er ég að nota ArthroMax bætiefnið frá Life Extension til að styrkja mína liði og þótt ég sé ekki búin að nota það lengi finn ég strax fyrir minni verkjum í mjöðmum. Í ArthroMax eru flavínóðar úr svörtu tei, svo og MSM (methylsulfonylmethane), Boswellia serrata, glúkósamín og boron, en öll þessu efni stuðla að heilbrigðari liðum og hreyfigetu á mismunandi máta.

Flavínóðar[i] úr svörtu tei stuðla að heilbrigðum frumuskiptum og blóguviðbrögðum, auk þess sem þeir vernda liðina gegn oxandi streitu. Boswellia serrata[ii] hefur lengi verið notað í Ayurvedískri læknisfræði á Indlandi og er þekkt fyrir að draga úr gigtarverkjum og ver liðina gegn bólguþáttum eins og leukotríen B4. Glúkósamín[iii] hefur lengi verið notað til að styrkja liði og boron[iv] er mikilvægt efni fyrir vöxt og viðhald beina. Þetta er því mjög spennandi blanda að mínu mati.

 

ENDURNÝJUM BEININ MEÐ K2 og D3

Ég hef oft áður skrifað greinar um þessi tvö bætiefni og mikilvægi þeirra fyrir beinin okkar, en góð vísa er víst aldrei of oft kveðin. Bein, líkt og aðrir hlutar í líkama okkar þurfa reglulega að endurnýja sig. Því er frábært að taka reglulega að minnsta kosti þriggja mánaða kúr með bætiefni eins og Bone Restore sem styrkir beinin.

Flestir vita að kalk stuðlar að þéttleika og styrk beina. Það sem færri hins vegar vita er að kalk þarf nauðsynlega á ákveðnu magni af öðrum bætiefnum að halda til að ná hámarksvirkni. Þess vegna er að finna auðupptakanlega kalk með K2 og D3[v], svo og öðrum bætiefnum sem styrkja beinin, eins og magnesíum[vi], boron, sink og sílikon í Bone Restore bætiefninu frá Life Extension.

Þú getur pantað bætiefnin frá Life Extension á vefsíðunni www.betridagar.is – Lesendur greina minna geta notað afsláttarkóðann gb23 til að fá 15% afslátt af vörunni.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna. Nýir áskrifendur fá ókeypis vefeintak af bókinni minni LEIÐ HJARTANS þegar þeir skrá sig.

Aftur í bloggið