Ég er alltaf með augun opin fyrir einhverju nýju á bætiefnamarkaðnum. Fyrir skömmu rak ég augun í kollagenið frá HEKA og eins og gjarnan, ákvað ég að prófa að fá mér eina flösku. Flest kollagen á markaðnum er unnið úr annað hvort fisk- eða nautaprótíni. Það sem aðgreinir HEKA kollagenið frá öðrum er að það er unnið bæði úr fisk- og nautaprótíni.
Bæði prótínin hafa verið vatnsrofin (hydrolyzyed), en við það brotna þau niður í peptíð, sem auðveldar líkamanum upptöku á þeim. Annað sem gerir HEKA kollagenið sérstakt er að það er í fljótandi formi. Reyndar ekki mjög þunnfljótandi, heldur frekar eins og þykkni. Með flöskunni fylgir mæliglas, en ég fæ mér bara 1 msk af kollagen þykkninu og velti því aðeins í munninum áður en ég kyngi því.
Hvað gerir Kollagen fyrir líkamann?
Kollagen er líkamanum nauðsynlegt því það er eitt helsta prótín líkamans og um 30 prósent af prótínmólekúlum hans eru kollagen? Aðalefnið í bandvef líkamans er kollagen og sem prótíntegund skipar kollagen stórt hlutverk í uppbyggingu og styrkingu á ótal vefjum í líkamanum, allt frá beinum og brjóski, til húðar, hárs og augna, að ógleymdu meltingarkerfinu.
Hér á eftir eru sex dæmi um þau áhrif sem kollagen hefur á líkamann.
#1 – Styrkir húðina. Kollagen er eitt helsta efnið sem styrkir húðina, eykur teygjanleika hennar og rakastig. Með aldrinum minnkar framleiðsla líkamans á kollageni. Við það verður húðin þurr og hrukkur myndast.
#2 – Dregur úr liðverkjum. Kollagen viðheldur styrk í brjóskinu, sem er teygjanlegi vefurinn sem ver liði líkamans. Þar sem framleiðsla líkamans á kollageni minnkar með aldrinum, eykst hættan á liðvandamálum eins og slitgigt. Rannsóknir hafa sýnt að inntaka á kollagen bætiefnum dregur úr einkennum slitgigtar og liðverkjum.
#3 – Getur hindrað beinrýrð. Beinin líkamans eru að mestu byggð upp af kollageni sem mótar þau og veitir þeim styrk. Á sama hátt og framleiðsla líkamans á kollageni minnkar með árunum, getur þéttleiki beinanna rýrnað. Rannsóknir hafa sýnt að þéttleiki beina hjá konum sem taka inn kollagen eykst.
#4 – Getur aukið vöðvamassa. Um 1-10% af vöðvavef líkamans samanstendur af kollageni. Þetta prótín er nauðsynlegt til að vöðvar haldist sterkir og starfi eðlilega. Rannsóknir hafa sýnt að kollagen eykur vöðvamassa, samhliða líkamsræktaræfingum.
#5 – Bætir heilsu hjartans. Vísindamenn hafa sett fram þá kenningu að kollagen bætiefni dragi úr hjartavandamálum. Kollagen stuðlar að byggingu slagæða, sem flytja blóð frá hjartanu út um líkamann. Slagæðarnar geta orðið veikbyggðar og viðkvæmar ef þær hafa ekki nægilegt kollagen.
#6 – Gott fyrir hár, neglur og þarmaveggi. Kollagen inntaka getur styrkt neglur, auk þess sem kollagen örvar vöxt á hári og nöglum. Margir heilsusérfræðingar og læknar ráðleggja einnig kollagen bætiefni til að styrkja þarmaveggina og draga úr einkennum um leka þarma.
HEKA KOLLAGENIÐ
Samsetningin á HEKA kollageninu er þannig að í hverjum 10.000 mg eru 7.500 mg af vatnsrofnu kollagen úr nautgripum og 2.500 mg af vatnsrofnu kollagen úr fiski. Í því er einnig hýalúronsýra, C-vítamín, sink og Biotin (D-Biotin) sem er náttúrulega formið af B-7 bætiefni, en það er gott fyrir húð og hár.
Kollagen bætiefni henta að sjálfsögðu bæði fyrir konur og karla, því bæði kynin þurfa að styrkja húðina og hafa sterka vöðva, bein og brjósk.
Grein eftir Guðrúnu Bergmann.